Talenta

Talenta var stofnað árið 2011 af SAP ráðgjöfum Símans. Við erum þéttur hópur sérfræðinga sem hefur áratuga reynslu við innleiðingu, rekstur og þjónustu á SAP. Markmið okkar er að bjóða bestu mögulegu ráðgjöf í SAP. Okkar ánægja felst í að aðstoða fyrirtæki við að nýta sem best fjárfestingu þeirra í SAP hugbúnaði. Við erum óháð ráðgjafafyrirtæki og getum því boðið upp á hlutlausa ráðgjöf, óháða hagsmunum framleiðenda og söluaðila. Við leggjum mikla áherslu á að mynda langtímasamband við viðskiptavini okkar byggðu á trausti og nánu samstarfi. Við leggjum okkur fram við að skapa góða stemmingu í vinnunni og gerum okkar allra besta til að ná fram hagstæðustu lausnum fyrir viðskiptavini okkar.

Hlutverk okkar

Talenta veitir ráðgjöf við þróun, rekstur og innleiðingar á SAP viðskiptakerfum með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi.

Sýn okkar

Markmið okkar er að hámarka virði SAP fjárfestinga viðskiptavina okkar, og leggjum lykiláherslu á að mynda hreinskiptið og heildstætt langtímasamband við þá.Við leggjum okkur fram við að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi sem laðar að hæfileikaríkt fólk þar sem fagmennska og leikgleði ræður ríkjum.

Fólkið

Af hverju Talenta?

Óháð ráðgjöf. Talenta gætir hagsmuna viðskiptavinarins með því að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf óháð vörumerkinu.

Öflugt og reynslumikið starfsfólk. Starfsmenn Talenta hafa sankað að sér mikilli þekkingu og reynslu og hafa rúmlega 9 ára reynslu í SAP að meðaltali og yfir 15 ára reynslu í upplýsingatækni.

Rekstraröryggi. Áhætta viðskiptavina Talenta af rekstrarstöðvunum er lágmörkuð með föstum þjónustusamningum sem taka mið af uppitíma og viðbragði.

Þjónusta

Ráðgjöf

Hjá Talenta vinna reynslumiklir ráðgjafar sem hafa mikla þekkingu á SAP. Við veitum alhliða ráðgjöf við þróun og rekstur á SAP hugbúnaði.

Tæknileg ráðgjöf

Talenta býður upp á ráðgjöf í eftirfarandi þáttum : - Daglegur kerfisrekstur, eftirlit og breytingastjórnun(transport) - System copy vegna breytinga á vélbúnaði, stýrikerfi eða gagnagrunni - Uppfærslur á SAP hugbúnaðinum, enhancement pökkum eða support pökkum - Villugreining - Aðstoð og greining vegna afkasta/hægagangs - Aðstoð vegna samskipta við SAP í flóknari málum - Aðgangsstýringar og réttindamál - Aðstoð við árlega notendatalningu gagnvart SAP - Aðstoð við þarfagreiningu og hagkvæm kaup á SAP leyfum - Þarfagreiningu og breitt úrval lausna frá framleiðendum hugbúnaður sem styður við SAP/Microsoft ERP lausnir

Samstarfsaðilar

Við erum alveg ágæt ein og sér en til þess að geta veitt sem besta þjónustu og ráðgjöf erum við í nánu sambandi við leiðandi ráðgjafafyrirtæki í SAP og einnig við fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í samtengingu kerfa. Okkar nánustu samstarfsaðilar eru: - itelligence (+2000 ráðgjafar, Þýskt) - GTW (Sérfræðingar í Telco, Austurískt) - Staki (rafræn viðskipti og skil milli kerfa, Íslenskt)

Forritun

Talenta veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu varðandi hugbúnaðargerð í SAP og WebMethods. Greining á lausnum og útfærslum. Nýsmíði hugbúnaðar í SAP umhverfinu. Aðlögun SAP hugbúnaðar þörfun fyrirtækja. Tenging við önnur kerfi.

Samgöngustefna

Talenta vill leggja sitt af mörkum til að efla ferðaþátt starfmanna á vistvænan hátt og á sama tíma efla heilsu þeirra. Starfsmenn eru hvattir til að nota vistvænar samgöngur. Þannig leggja starfsfólk og Talenta sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta umferðarmenningu og stuðlum að betri heilsu. Starfsmenn Talenta eru hvattir til að skrifa undir samgöngusamning þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn þrisvar í viku að meðaltali.

Þjónustusamningar Við leitumst við að mynda langtímasambönd við viðskiptavini okkar. Við teljum að með virku langtímasambandi skapist mestu verðmætin fyrir fyrirtækin. Lykilatriði er að við lítum á okkur og viðskiptavini sem eina heild þar sem sameiginlegt markmið er að hámarka fjárfestingu í upplýsingakerfum viðskiptavinarins. Til að ná þessu fram mælum við með þjónustusamningi sem tekur á aðkomu Talenta. Tilgangur samningsins getur verið allt frá því að veita ráðgjöf í ákveðnum kerfishluta yfir í að sjá um og rekstur og eftirlit á heildar SAP umhverfi viðskiptavinar. Við leggjum áherslu á að ábyrgðaraðilar séu upplýstir og taki meðvitaðar ákvarðanir á hverjum tíma.

hafðu samband

Talenta ehf. sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, verkefnastjórnun, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hjá fyrirtækinu starfa nú sextán sérfræðingar. Á meðal viðskiptavina Talenta eru mörg af stærstu og ölfugustu fyrirtækjum landsins á sviði fjarskiptaþjónustu, flutningaþjónustu, tryggingaþjónustu, verslunar- og fjármálaþjónustu. Nánari upplýsingar má fá í síma 550-1800 eða með því að senda senda tölvupóst. talenta@talenta.is

Ps. Við erum alltaf að leita að hæfileikaríkum SAP reynsluboltum til að bæta í liðið okkar. Skorum á þig að hafa samband og við tökum vel á móti þér